Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2008 09:25

Róbert Henn valinn badmintonspilari ársins

Róbert Þór Henn var valinn badmintonspilari ársins.
Akranesmeistaramót Badmintonfélags Akraness var haldið síðastliðinn sunnudag og lokahóf félagsins í beinu framhaldi af því þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu og var þátttaka góð. Keppt var í ýmsum flokkum, til að mynda fjölskylduflokkum A og B þar sem mjög skemmtilegt var að fylgjast með glæsilegum badmintontöktum foreldra, systkina og vina.

 

 

Eftirtaldir urðu Akranesmeistarar á mótinu:

U 11: Alda Jónsdóttir og Elvar Már Sturlaugsson.

U 13: Alexandra Ýr Stefánsdóttir og Þórður Páll Fjalarsson.

U 15: Valdís M. Þórðardóttir og Marvin Þrastarson.

U 17: Karitas Eva Jónsdóttir og Egill G. Guðlaugsson.

U 19: Una Harðardóttir og Róbert Þór Henn.

Meistarafl. kvenna: Karitas Ósk Ólafsdóttir.

Trimmarar: Reynir Þór Eyvindsson.

Fjölskyldufl. A: Róbert Þór Henn og Finnur Kleifar Björgvinsson.

Aukafl. A: Halldór Reynisson og Reynir Þór Eyvindsson.                                     

Fjölskyldufl. B: Alexandra Ýr Stefánsdóttir og Stefán B. Ólafsson.                   

Aukafl. B: Tryggvi Guðbjörnsson og Guðbjörn Tryggvason.

 

Um kvöldið var Róbert Þór Henn vallinn badmintonspilari ársins á lokahófi félagsins. Þau Marvin Þrastarson og Valdís M. Þórðardóttir þóttu hafa sýnt mestar framfarir af þeim yngri og Halldór Reynisson og Karitas Ósk Ólafsdóttir af þeim sem eldri eru. Alexander Kárason fékk viðurkenningu fyrir besta ástundun yngri kynslóðarinnar og Una Harðardóttir fyrir þá eldri. Kristján Huldar Aðalsteinsson var valinn besti æfingafélaginn.

Þá fengu Vilborg Viðarsdóttir, Björn Lúðvíksson og Bergsteinn Egilsson afhenta blómvendi sem þakklæti fyrir vel unnin störf fyrir félagið en þau hættu öll í stjórn á síðasta aðalfundi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is