22. apríl. 2008 03:11
Víðimelsbræður luku verki sínu við sjóvarnargarðinn í Búðardal á óvenjulegan hátt er þeir buðu Dalamönnum til skemmtunar í Dalabúð sl. fimmtudag sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu. Þar stigu heimamenn á stokk, einsöngvarar, harmonikkuleikarar og síðan komu Álftagerðisbræður úr Skagafirðinum til að skemmta heimamönnum með söng sínum. Haft var á orði að sjaldgæft væri að verktaki lyki verkum sínum á þennan hátt og sveitarfélagið ætti að frá Víðimelsbræður til sem flestra verka. Menningin hefur sannarlega blómstrað í Dölunum að undanförnu. Laugardaginn áður höfðu Söngbræður troðfyllt félagsheimilið Dalabúð og laugardaginn á eftir var Vorboðinn með sína skemmtun. Ekki slæmt að ganga út í vorið með ljúfa tóna í eyrunum.