Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2008 08:15

Miklar breytingar áformaðar á svæðum héraðsdýralækna

Gert er ráð fyrir miklum breytingum á skiptingu svæða héraðsdýralækna í landinu frá og með 27. október á næsta ári. Frumvarp sem nú er fyrir Alþingi gerir ráð fyrir að héraðsembættunum verði fækkað í sex úr sextán sem þau eru í dag. Jafnframt verður sú breyting að héraðsdýralæknirinn sinni eingöngu eftirlitshlutverki, í heilbrigðiseftirliti og vottun, en megi ekki sinna sjúkravitjunum eins og nú er. Þessi breyting á lögum um embætti héraðsdýralækna er í samræmi við reglur EES og liggja fleiri tillögur fyrir Alþingi vegna krafna Evrópska efnahagssvæðisins sem Ísland verður að uppfylla.

Þessi breyting á skiptingu embætta héraðsdýralækna fyrir landið, þýðir til dæmis það að aðeins einn héraðsdýralæknir verður fyrir allt Vesturland og Vestfirði ásamt Ströndum.

 

Vitað er um mjög skiptar skoðanir á þessari breytingu sem væntanlega verður að veruleika. Á þéttbýlli svæðum fagna almennir dýralæknar þessari breytingu, hún þýðir fleiri verkefni inn á þeirra borð þar sem héraðdýralæknarnir munu ekki lengur sinna sjúkravitjunum. Á hinn boginn hafa þær raddir heyrst að erfiðara muni reynast að fá almenna dýralækna til starfa á jaðarsvæðin þar sem markaðurinn í dýrahaldi er minni og þar af leiðandi minni tekjumöguleikar.

 

Gunnar Gauti Gunnarsson héraðsdýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu er ekki hrifinn að boðaðri breytingu. Hann segir að Vesturland og Vestfirðir sé allt of stórt svæði og starfið verði orðið full einlitt þegar það sinni eingöngu eftirlitsskyldunni. Þá sé hætt við því að erfitt muni reynast að fá dýralækna til starfa út um landið, sérstaklega á jaðarsvæðunum. Annars staðar eins og hér á Vesturlandi sé hætt við að starfandi dýralæknar geti ekki sinnt öllu svæðinu. Þá þurfi að treysta á dýralækni af höfuðborgarsvæðinu. „Ég er að hugsa meira um bændur en smádýraeigendur. Ég held að eftir þessa breytingu eigi bændur fárra kosta völ. Hérna í héraðinu eru um 10% kúabúa í landinu. Ég er ekki farin að sjá að dýralæknar muni almennt geta sinnt því að koma í vitjanir á kúabúin þegar mikið liggur við,“ segir Gunnar Gauti héraðsdýralæknir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is