Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2008 02:20

Einungis tveir skólastjórar í hartnær hálfa öld

Næsta sumar lætur Guðlaugur Óskarsson af starfi skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar, en starfinu hefur hann þá gegnt í rétt 30 ár. Enginn annar skólstjóri á Vesturlandi hefur í seinni tíð gegnt starfi skólastjóra jafn lengi og hann. Óneitanlega vekur það einnig athygli að frá upphafi skólahalds á Kleppjárnsreykjum fyrir 47 árum síðan hafa einungis tveir skólastjórar setið þar, en Hjörtur Þórarinsson gegndi starfinu frá því skólinn var stofnaður og fyrstu 17 árin. Nú er unnið úr umsóknum um starf þriðja skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar, sem heitir svo eftir að Andakílsskóli á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjaskóli voru lagðir niður sem slíkir.

Á þessum tímamótum var sest niður með þeim Hirti Þórarinssyni og Guðlaugi Óskarssyni einn mildan vordag í liðinni viku og farið með þeim stuttlega yfir sögu og sérstöðu þessa grunnskóla í uppsveitum Borgarfjarðar. Rætt var um áherslur í skólastarfinu, breytingar í tímans rás allt frá því fimm árgangar nemenda voru á heimavist og dvöldu þar í 12 daga í senn og þar til skólinn varð 160 barna skóli fyrir 10 árganga. Rætt er um sérkenni Borgfirðinga og sitthvað fleira í ítarlegu spjalli við skólastjórana.

 

Sjá viðtal sem í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is