Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2008 09:57

“Kappakstrinum verður að linna”

Frá slysstað á Vesturgötu aðfaranótt laugardags.
Meðfylgjandi mynd, sem tekin var eftir að bíl var ekið af miklum hraða á ljósastaur við Vesturgötu aðfaranótt laugardags, gengur nú manna á milli í tölvupósti. Anna María Pálsdóttir, íbúi við götuna, tók myndina skömmu eftir að slysið varð þar sem hún hafði verið vakandi með ungbarn sitt. Um nóttina segist hún hafa heyrt í kappakstursbílum af og til og ætlað sér að hringja í lögregluna. Þegar hún var í þann mund að taka upp tólið heyrðist mikill hávaði og “húsið nötraði eins og í jarðskjálfta enda stéttin steypt föst við húsið,” segir í tölvupóstinum sem Margrét Jónsdóttir, íbúi á Akranesi, skrifar undir.

 

 

Ný hraðahindrun hefur verið sett á Faxabraut.
Þar segir einnig: “Þau hjónin ruku út í glugga og sáu bíl snúast í loftinu og lenda á fjórum hjólum í öfuga akstursstefnu. Ljósastaurinn skældur og skakkur. Stúlka opnaði bílinn og valt út og Vilberg hljóp út til að athuga gang mála. Mikil áfengislykt var af stúlkunni og hún skjálfandi í sjokki. Anna María hringdi í lögguna. Hún kom reyndar strax því piltarnir voru þá á stöðugum akstri til að fylgjast með umferðinni. Svo kom sjúkrabíll og stúlkan flutt burt. (Ekki meðvitundarlaus karlmaður eins og stóð í örfrétt í Mogga). Allt var hreinsað á stundinni, bíllinn og staurinn burt og strax daginn eftir var búið að hreinsa. Eins og ekkert hefði í skorist.” Í lok bréfsins segir að Vesturgatan sé ein helsta hraðakstursbrautin í bænum og að mál sé komið til að fá tvær þrengingar eða aðra hraðahindrun.

 

Nú er unnið að því að setja upp bráðabirgðahindranir á þremur stöðum í bænum, meðal annars á slysstaðnum á Vesturgötunni. Önnur er á Faxabraut og sést hér á meðfylgjandi mynd, en þar hafa einnig orðið mörg slys sökum hraðaksturs á undanförnum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is