Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2008 09:57

“Kappakstrinum verður að linna”

Frá slysstað á Vesturgötu aðfaranótt laugardags.
Meðfylgjandi mynd, sem tekin var eftir að bíl var ekið af miklum hraða á ljósastaur við Vesturgötu aðfaranótt laugardags, gengur nú manna á milli í tölvupósti. Anna María Pálsdóttir, íbúi við götuna, tók myndina skömmu eftir að slysið varð þar sem hún hafði verið vakandi með ungbarn sitt. Um nóttina segist hún hafa heyrt í kappakstursbílum af og til og ætlað sér að hringja í lögregluna. Þegar hún var í þann mund að taka upp tólið heyrðist mikill hávaði og “húsið nötraði eins og í jarðskjálfta enda stéttin steypt föst við húsið,” segir í tölvupóstinum sem Margrét Jónsdóttir, íbúi á Akranesi, skrifar undir.

 

 

Ný hraðahindrun hefur verið sett á Faxabraut.
Þar segir einnig: “Þau hjónin ruku út í glugga og sáu bíl snúast í loftinu og lenda á fjórum hjólum í öfuga akstursstefnu. Ljósastaurinn skældur og skakkur. Stúlka opnaði bílinn og valt út og Vilberg hljóp út til að athuga gang mála. Mikil áfengislykt var af stúlkunni og hún skjálfandi í sjokki. Anna María hringdi í lögguna. Hún kom reyndar strax því piltarnir voru þá á stöðugum akstri til að fylgjast með umferðinni. Svo kom sjúkrabíll og stúlkan flutt burt. (Ekki meðvitundarlaus karlmaður eins og stóð í örfrétt í Mogga). Allt var hreinsað á stundinni, bíllinn og staurinn burt og strax daginn eftir var búið að hreinsa. Eins og ekkert hefði í skorist.” Í lok bréfsins segir að Vesturgatan sé ein helsta hraðakstursbrautin í bænum og að mál sé komið til að fá tvær þrengingar eða aðra hraðahindrun.

 

Nú er unnið að því að setja upp bráðabirgðahindranir á þremur stöðum í bænum, meðal annars á slysstaðnum á Vesturgötunni. Önnur er á Faxabraut og sést hér á meðfylgjandi mynd, en þar hafa einnig orðið mörg slys sökum hraðaksturs á undanförnum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is