Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2008 09:30

Gústi hættir bílasölu eftir kvartöld

Ágúst Skarphéðinsson hefur verið viðloðandi bílasölu í 24 ár.
Ágúst Skarphéðinsson, bílasali í Borgarnesi hefur ákveðið að hætta rekstri Bílasölu Vesturlands, sem síðustu árin hefur verið til húsa við gatnamót Snæfellsnessvegar í Borgarnesi. Hann segist verða með opið að minnsta kosti fram að næstu mánaðamótum og næstkomandi laugardag ætlar hann meðal annars að hafa sýningu á hjólhýsum og skyldum búnaði frá Víkurverki auk bíla frá Bílabúð Benna.

Aðspurður um ástæðu þess að hann hætti sölu bíla segir Gústi að nokkur atriði hafi valdið þessari ákvörðun hans. “Það skipti sköpum að ég missti umboðið fyrir Heklu á síðasta ári enda munaði verulega um það í mínum rekstri. Ég neita því ekki að ég var og er óhress með viðskilnað ráðamanna þar. Hinsvegar var ég mjög ánægður með viðskiptin við Ingvar Helgason á sínum tíma og nú síðast hef ég verið með söluumboð fyrir Suzuki og Bílabúð Benna og hafa þeir aðilar reynst mér vel. Svo er hitt atriðið að maður yngist ekki og ég hef verið með bílasölu í 24 ár í sumar. Þetta er orðið ágætt, maður er tekinn að lýjast. Ég var samt svo heppinn að ná að selja húsnæðið hér og auðveldar það mér mjög að taka þessa ákvörðun núna,” segir Ágúst. Hann segist eiga nafn og rekstur Bílasölu Vesturlands og er hann til viðræðna um sölu á því ef áhugasamir aðilar vilja nýta sér rótgróið nafn fyrirtækisins. Þá geta viðkomandi einnig fengið leigt bílasöluhúsið, en núverandi eigendur eru tilbúnir að skoða áframhaldandi leigu en þar er skoðunarstöð Frumherja einnig til húsa.

 

Ágúst segist ekki kvíða verkefnaskorti þó hann hætti bílasölu, en hann er þegar farinn að keyra fyrir Sæmund Sigmundsson og ætlar að snúa sér alfarið að því innan skamms. “Ég vil bara nota tækifærið og þakka viðskiptavinum mínum fyrir samskiptin í gegnum tíðina. Þetta hefur verið ánægjulegt og maður hefur kynnst mörgu góðu fólki,” segir Ágúst Skarphéðinsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is