24. apríl. 2008 09:11
Nokkuð harður árekstur varð um klukkan hálfníu í kvöld á Kirkjubraut á Akranesi. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið á sendiferðabifreið með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda kastaðist á ljósastaur. Báðir bílarnir voru töluvert skemmdir og hið sama má segja um ljósastaurinn. Ökumaður fólksbílsins flúði af vettvangi. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en ökumaður sendiferðabifreiðarinnar var fluttur á SHA til skoðunar vegna eymsla í hné.