Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2008 10:09

Fjármálafræðsla fyrir framhaldsskólanema í Hólminum

Ungmennaráð Stykkishólms, í samstarfi við æskulýðsnefnd bæjarins, stóð fyrir fjármálafræðslu fyrir framhaldsskólanema í síðustu viku á Fimm fiskum í Stykkishólmi. Ungmennaráðið hefur verið starfandi í nokkurn tíma og hefur unnið að því að koma með hugmyndir að ýmsum hlutum tengdum framhaldsskólanemum og var fjármálafræðsla ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið í vinnu ungmennaráðsins.

Fulltrúi á vegum Kaupþings kom og hélt fyrirlesturinn en hún hefur heimsótt flesta skóla á höfuðborgarsvæðinu auk skóla víða um landið. Fengu krakkarnir meðal annars fræðslu um það hvernig á að lesa úr launaseðlum, útskýrt var það sem dregið er af laununum og af hverju það er gert.

Þá var farið yfir hluti varðandi LÍN, hlutabréfamarkaðinn og yfirdráttarheimildir ásamt því að segja reynslusögur sem tengdust því að eyða háum fjárhæðum í föt og aðra hluti. Sigrún Björk Sævarsdóttir fulltrúi í ungmennaráðinu sagði fjármálafræðsluna hafa verið mjög skemmtilega og fróðlega og þetta sé klárlega eitthvað sem krakkarnir þurfi að hugsa út í nú þegar þau fara að standa meira á eigin fótum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is