Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2008 11:15

Óvenjulegasti sýningarsalur heims

Björn Anton sýndi ljósmyndir á sjóvarnargarðinum í Búðardal.
Björn Anton Einarsson í Búðardal opnaði ljósmyndasýningu fyrir skömmu á afar óvenjulegum stað. Myndunum var stillt upp á sjóvarnargarðinn við þorpið. Á sýningunni eru fimmtán myndir sem allar tengjast sjó á einhvern hátt. Myndirnar hafa reyndar verið færðar inn í Leifssafn vegna þess að dropar hafa fallið úr lofti en við opnunina skartaði Búðardalur sínu fegursta og sýningargestir gátu notið myndanna í hinu óvenjulega umhverfi. Tilefni sýningarinnar voru verklok Víðimelsbræðra við lagfæringu sjóvarnargarðsins. Þeir héldu mikla hátíð í þorpinu af því tilefni og báðu Björn um að skella upp sýningu.

Björn Anton Einarsson.
Björn Anton hefur aðeins verið að taka myndir í stuttan tíma en 25. janúar 2006 keypti hann fyrstu góðu myndavélina sína. Hann segir að það hafi komið til vegna þess að áður var hann alltaf að reyna að taka myndir af hestum, sem alltaf voru farnir þegar hann smellti af. „Ég er á þriðju myndavélinni núna og þetta áhugamál passar vel við mótorhjólasportið. Þá er maður í svo mikið meiri snertingu við náttúruna og sér svo flott landslag sem gaman er að taka myndir af.“ Sýning Björns Antons verður opin um helgina í Leifssafninu. Þetta er önnur ljósmyndasýning hans og í burðarliðnum er samsýning í ráðhúsinu í Reykjavík sem líklega verður haldin í sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is