25. apríl. 2008 01:21
Ljósleiðari milli Ólafsvíkur og Hellisands rofnaði um klukkan 10.30 í morgun. Rofið mun hafa áhrif á internet og ADSL-tengingar Mílu á Hellissandi og Rifi sem og á GSM og NMT senda í Gildruholti, sem þjóna sömu stöðum. Unnið er að bilanagreiningu og er undirbúningur að viðgerð hafinn.