25. apríl. 2008 02:32
 |
Skátar marsera í hlað |
Hjúkrunarheimilið Fellsendi í Miðdölum var fjórutíu ára í gær. Mikil hátíðarhöld voru í gær í tilefni þess sem hófst með skrúðgöngu skáta að heimilinu. Sr Óskar Ingi Ingason sóknarprestur og starfandi formaður stjórnar Fellsenda flutti ávarp. Þá afhenti Sigríður Hjördís Jörundsdóttir heimilinu handrit að bók sem hún hefur skrifað um tilurð Fellsendaheimilisins og sögu þess. Þá voru veitingar í boði, harmonikkufélagið Nikkólína spilaði og gestir skoðuðu húsakynni á Fellsenda.
Nánar verður greint frá afmælinu í Skessuhorni í næstu viku.