Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2008 07:18

Fyrirlestur um skarfa í kvöld

Í kvöld, mánudag kl. 20 heldur Arnþór Garðarsson, prófessor við Háskóla Íslands, fyrirlestur á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi um skarfa hér við land.  Á vef Náttúrustofu Vesturlands segir að tvær tegundir skarfa, dílaskarfur og toppskarfur, eru staðfuglar hér við land á grunnsævi (innan við 20 m dýpi) og verpa aðallega á hólmum og skerjum Breiðafjarðar og Faxaflóa. Báðar tegundirnar henta að mörgu leyti vel til rannsókna, einkum þó dílaskarfurinn sem hér verður fjallað um. Athuganir á skarfastofnunum hófust 1975 og beindust í fyrstu að því að kanna útbreiðslu og fjölda hreiðra með notkun loftmynda. Mikil niðursveifla varð í fjölda dílaskarfs upp úr 1990 og var stofninn í lágmarki (2500 hreiður) um 1994. Þá var byrjað á árlegum talningum og hafa þær staðið sleitulaust síðan.

Frá 1998 hefur aldurssamsetning stofnsins verið metin árlega, bæði að haustinu (september) og síðla vetrar (febrúar). Frá árinu 2007 er einnig farið að meta varpárangur í einstökum byggðum.

 

Á tímabilinu 1994-2007 fjölgaði í dílaskarfsstofninum í heild og voru hreiðrin orðin um 4500 vorið 2007. Frá 1998 hefur dregið úr viðkomunni (hlutfalli unga í september) en dauðsföll fullorðinna skarfa (um 15% á ári) hafa ekki breyst. Fjölgunin í stofninum virðist stafa af því að nýliðun varpfugla er meiri en nemur dauðsföllum þeirra, sem aftur mætti rekja til hagstæðra fæðuskilyrða, en fæðan er langmest marhnútur, auk sprettfisks, þyrsklings og smáufsa. Þótt fjölgun hafi orðið í stofninum, hafa fjöldabreytingar á einstökum svæðum ekki verið samstiga. Þannig hefur stofninn í suðvestanverðum Breiðafirði verið mjög lítill allt frá því um 1990 og skarfabyggðir í Vestureyjum hafa að mestu verið á undanhaldi í 30 ár. Undan Skarðströnd fjölgaði fram yfir aldamótin 2000 en síðan hefur fækkað jafnt og þétt. Á Gilsfirði og við Barðaströnd er sömu sögu að segja en fækkunin er minni.  Á Hvammsfirði og Faxaflóa er fjölgunin enn mikil. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að stofn dílaskarfs sé að nálgast takmörk sín og á næstunni verði mikil breyting á högum hans sem ætti að koma fram í þeim stofnþáttum sem nú eru metnir árlega. Hins vegar vantar tilfinnanlega vöktun á botnlífi og fiskum á grunnsævi sem væntanlega stýra viðgangi skarfa, sela, æðarfugls og fleiri áhugaverðra stofna.

 

Arnþór hefur um áratuga skeið rannsakað íslenska fugla, á síðari árum einkum sjófugla. Dílaskarfur hentar að mörgu leyti einkar vel til rannsókna og hefur Arnþór þróað aðferðafræði sem gerir kleift að fylgjast mjög náið með fjölda og varpútbreiðslu dílaskarfa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is