28. apríl. 2008 09:12
Skipshöfnin á togskipinu Hamri SH 224 færði að landi góðan afla í Rifi að morgni dags á sumardaginn fyrsta. Það voru 36 tonn af rækju sem aflast hafði úr Kolluálnum. Rækjuverksmiðja Fisk-seafood í Grundarfirði tók afla Hamars til vinnslu. Um ágæta rækju var að ræða en 150 til 160 stykki þurfti til að fylla kílóið. Það tók skipverja rétta þrjá sólarhringa að ná þessum afla. Þessi góði rækjuafli léttir yfir mörgum ekki síst vegna mikillar skerðingar á aflaheimildum á þorskinum. Á undanförnum árum hefur næstum enginn rækjuafli verið á Breiðafirði.