Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2008 11:19

Slæleg umgengni við ruslagáma

Yfirleitt standa sveitarfélög sig ágætlega í að bjóða íbúum upp á aðgengilegar gámastöðvar og reynt er að haga dreifingu þeirra þannig að íbúar strjálbýlisins þurfi ekki að fara langa leið með sorp í ruslagáma. Hinsvegar er óhætt að segja að víða sé umgengni verulega ábótavant við slíka gámastaði. Þá er nokkuð algengt að fólk skilji t.d. sorpsekki eftir við hlið gámanna reynist þeir fullir, en þá kætast hrafnar oft verulega; rífa gat á poka og rusl fer að fjúka út í náttúruna.  Á afleggjara í landi Breiðabólsstaðar innan við Reykholt hefur til nokkurra ára verið gámaplan þar sem hægt hefur verið að losa almennt sorp, timbur og járnúrgang. Umgengni á gámasvæðinu hefur hinsvegar kallað á kvartanir landeigenda og fleiri aðila sem hefur ofboðið sóðaskapurinn í kring. Gámarnir þar hafa nú verið fluttir og sumum þeirra verið komið fyrir á bílastæði við skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti og öðrum á þvottaplani við verslun staðarins. Að öllum líkindum til að betur sé hægt að fylgjast með umgengni við þá.

Engu að síður sýnir viðskilnaðurinn á fyrrum gámasvæði að tilefni hefur verið til umkvartana sem leiddu til að gámarnir voru fluttir, eins og myndin ber með sér. Ástæða er til að hvetja íbúa, sumarbústaðafólk og aðra sem nýta þessa þjónustu hvar sem er á Vesturlandi til að ganga með virðingu um slíka sorplosunarstaði til að af þeim hljótist ekki sóðaskapur og mengun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is