27. apríl. 2008 04:35
Venju samkvæmt á þessum árstíma eru hin ýmsu félög, sönghópar og aðrir að ljúka vetrarstarfi sínu. Í gærkvöldi héldu kór Reykholtskirkju og karlakórinn Söngbræður sameiginlega vortónleika í Reykholtskirkju. Á myndinni er kór Reykholtskirkju á æfingu skömmu fyrir tónleikana. Viðar Guðmundsson lék undir á píanó, Bjarni Guðráðsson stjórnaði en sópransöngkonan Nanna María Cortes var gestur tónleikanna.