Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2008 05:55

Hélt stjórnarfund á Hvannadalshnjúki

Ársæll, Belinda og Ásgeir
Í gærkvöldi fór hópur starfsfólks frá Símanum í göngu á Hvannadalshnjúk undir leiðsögn Haraldar Arnar Ólafssonar göngugarps. Lagt var af stað í gönguna laust eftir miðnætti  og komið á tindinn í góðu veðri um hádegi á dag. Tilgangur ferðarinnar var að prófa nýjan langdrægan 3G sendi en sú tækni er nú við það að leysa af hólmi gömlu NMT símana sem hætt er að endurnýja búnað fyrir. Þá hefur 3G tæknin yfir að ráða allt að sjö megabæta flutningsgetu. Á toppi jökulsins var sent út hljóð og mynd í gegnum 3G sendi sem staðsettur er skammt frá Vatnajökli. Hópurinn dvaldi um klukkutíma á toppnum og prófaði sendingarbúnaðinn og símasambandið en síðan var haldið niður en heimferðin til byggða tók um fjóra tíma.

Í ferðinni var 55 manna hópur starfsmanna, sjö fararstjórar ásamt nokkrum meðlimum úr Björgunarfélagi Akraness. Ásgeir Örn Kristinsson, formaður Björgunarfélagsins var meðal þeirra og notaði hann tækifærið og prófaði hinn nýja búnað með því að halda stjórnarfund ofan af hnjúkinum, en aðrir stjórnarmeðlimir voru staðsettir í höfuðstöðvum sveitarinnar á Akranesi á sama tíma. “Tæknin var að virka vel og það er alveg ljóst að bæði Síminn og Vodafone eru að bæta allan búnað og fjarskiptanet sitt til muna. Það er okkur sem störfum að björgunarmálum ómetanlegt að þessir hlutir séu í lagi. Við vildum sjá þessa nýju G3 tækni virka í raun og fórum því með í þennan leiðangur og erum mjög ánægðir með hvernig til tókst,” sagði Ásgeir Örn í samtali við Skessuhorn þegar hann og aðrir leiðangursmenn komu í Skaftafell rétt í þessu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is