28. apríl. 2008 02:18
 |
Gunnar Sigurðsson afhenti Sveini styrkinn |
Í tengslum við afhendingu bæjarstjórnar á gjafaafsali á gamla iðnskólanum til Akraneskirkju sem fram fór síðastliðinn miðvikudag, var Sveini Arnari Sæmundssyni organista kirkjunnar afhentur styrkur frá bæjarstjórn, en síðustu tvö ár hefur hann sótt einkatíma og námskeið í orgelleik til Kaupmannahafnar. Jafnframt hefur hann hug á að sækja námskeið til að auka þekkingu sína í kórstjórn. Bæjarstjórn Akraness veitti Sveini Arnari þennan styrk sem þakklæti fyrir öflugt tónlistarstarf í þágu kirkjunnar og sveitarfélagsins og sem stuðning við það tónlistarnám sem hann stundar jafnhliða.
Í vetur voru námskeið fyrir börn fædd 2002-2002 og þar naut Sveinn Arnar aðstoðar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur söngkonu. Að auki stjórnar Sveinn Arnar Kammerkór Akraness, sem samanstendur að stórum hluta af söngfólki úr Kór Akraneskirkju.