Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2008 09:28

Ábúendur á Miðhrauni II áfrýja dómi um lögbann

Eigendur félagsbúsins að Miðhrauni II í Eyja- og Miklaholtshreppi hafa áfrýjað nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem greint var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns. Í dómnum var staðfest lögbann sem sýslumaðurinn í Stykkishólmi setti síðasta sumar á losun jarðvegs og úrgangs á mel vestan svokallaðs Sandatúns á óskiptu sameiginlegu landi Miðhrauns ehf. og Miðhrauns II. Það voru eigendur Miðhrauns ehf., Ólafur Ólafsson í Samskipum og fjölskylda, sem höfðuðu málið til staðfestingar lögbanninu.

Bryndís Guðmundsdóttir á Miðhrauni II segir að þessi niðurstaða dómsins sé byggð á miklum misskilningi. Þau hjónin hafi orðið undrandi yfir niðurstöðunni, enda talið sig vera með unnið mál í höndunum. Bryndís segir að lesa megi það í gegnum dóminn að hann byggi á gögnum frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands, tölvupósti sem ranglega sé farið með og þeirra lögmaður hafi verið búinn að skýra að væri ekki réttlætanlegt gagn í málinu. Bryndís segir að eftir að þessi tölvupóstur frá heilbrigðiseftirlitinu fór út hafi Helgi Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi komið í heimsókn og litið á aðstæður. Hann hafi ekki haft neitt út á þær að setja, enda teldu þau sig hafa tilskilin leyfi. Bryndís fullyrðir að sýslumaður eða hans fólk hafi ekki einu sinni komið á staðinn til að skoða aðstæður áður en lögbannið var sett.

„Okkur fannst það eiginlega það minnsta sem þeir gátu gert. Hingað eru allir velkomnir og það er alls ekki rétt sem haldið er fram að við séum að urða sorp. Þetta er eins mikil landgræðsla og hugsast getur, eins og bændur er að gera um allt land. Við vorum því ekki lengi að taka ákvörðun um að áfrýja málinu,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir á Miðhrauni II. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is