Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2008 10:30

Fagna því ef ráðherra endurskoðar stuðning við ferjusiglingarnar

„Ég fagna því að ráðherra sé tilbúinn að endurskoða stuðninginn við ferjusiglingarnar. Það er fólkinu á sunnanverðum Vestfjörðum sem myndi bregða sérstaklega ef þær legðust af. Það fer ekki framhjá okkur mikil óánægja fólks á Vestfjörðum með að áframhaldandi siglingar Baldurs hafi ekki verið tryggðar þangað til samgöngubætur verða komnar í gagnið,“ segir Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi, sem hafa ákveðið að fækka ferðum Baldurs í sumar. Ferðum verður fækkað úr tveimur í eina, fyrstu tíu dagana í júní og síðustu tíu dagana í ágúst. Kristján Möller samgönguráðherra hefur nú lýst því yfir að stuðningur við ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði endurskoðaðar við endurskoðun samgönguáætlunar í haust.

Þá verði tekið tillit til þeirrar seinkunar sem orðið hefur á samgöngubótum á Vestfjörðum og ekki er sýnilegt að verði að veruleika á allra næstu misserum.

„Þegar samningurinn var gerður á árinu 2005 og þessar skerðingar settar inn, var ætlunin hjá okkur að halda uppi fullri áætlun út tímabilið, til ársins 2010. Síðan hefur þróunin orðið slík, bæði með gríðarlegri hækkun olíuverðs og nú gengisfalli krónunnar, að við sjáum okkur nauðbeygð til að draga úr ferðunum og fækka þeim ferðum sem við fáum ekki greitt fyrir. Nú er þessi skerðing á greiðslum frá ríkinu farin að telja verulega. Ef horft er til næsta árs lítur þetta enn verr út og á árinu 2010 myndum við að óbreyttu leggja Baldri yfir veturinn og sinna ferðum til Flateyjar með minni bát,“ segir Pétur Ágústsson.

Skerðing ríkisins á stuðningnum byrjaði á síðasta ári, þá var ferðum fækkað um 60. Nú í ár mun ferðum Baldurs yfir Breiðafjörð fækki um 40 frá liðnu sumri. Á næsta sumri myndi þeim að óbreyttu líklega fækka um 100 og yrði því fækkun ferða alls vera orðnar 200. Í peningum talið var skerðingin um 17 milljónir síðasta sumar og í sumar verður hún tæpar 14 milljónir, þannig að alls er skerðing orðin um 30 milljónir króna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is