Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2008 01:13

Fjórir milljarðar ef landsmenn borguðu sig inn í skóga

Ljósm. Sunna Njálsdóttir.
Fulltrúafundur skógræktarfélaganna á Vesturlandi og af höfuðborgarsvæðinu var haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði fyrir skömmu. Verið er að gera tilraun með að halda fulltrúafundina úti á landi nálægt fulltrúunum og virðist það gefa góða raun. Til gamans hafði einn fyrirlesara fundarins, Ragnar Frank Kristjánsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, reiknað út hve mikill aðgangseyrir í skóga landsins yrði ef hver gestur borgaði 1000 krónur. Sú upphæð reyndist vera hvorki meira né minna en fjórir milljarðar króna.

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, ávarpaði einnig fundinn og reifaði helstu áherslur skógræktarmanna þessi misserin, svo sem opnun skóga og merkingar, meira framboð á íslenskum jólatrjám og skipulagsmál sveitarfélaga sem færast æ meir inn á skógarreiti nálægt þéttbýli.

Mönnum varð tíðrætt um umhverfismál og að tækifæri til útivistar á fallegum landsvæðum væru stór þáttur í þeim búsetukostum sem fólk skoðar þegar það velur sér stað til búsetu og atvinnu. Bent var á nauðsyn á nánu samráði milli skipulagsyfirvalda og skógræktarfólks til að komast hjá eyðileggingu útivistarsvæða í nágrenni þéttbýlis. Rauði þráðurinn í starfi skógræktarfélaganna er viðleitni til að auka skjól og fegurð og bæta gönguleiðir um náttúruna. Skógræktarfélögin á Íslandi standa að verkefninu Opinn skógur í samstarfi við Avant, Olís og Pokasjóð, en markmið þess er að opna fjölmörg skógræktarsvæði við alfaraleiðir sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á góða aðstöðu og aðgengi. Á Vesturlandi eru þrír slíkir reitir, Daníelslundur við Svignaskarð sem var opnaður 2002, Trjálundurinn Tröð við Hellissand sem var opnaður 2006 og Hofsstaðaskógur í landi Hofsstaða á sunnanverðu Snæfellsnesi sem var opnaður árið 2005. Nokkrir aðrir skógarreitir á Vesturlandi eru opnir almenningi og vel aðgengilegir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is