29. apríl. 2008 01:28
Vegagerðin varar ökumenn við hvassviðri sem gengur nú yfir. Einkum er nú hvasst á þjóðveginum á Kjalarnesi en þar slær í 40 m.sek í kviðum. Þá er einnig hvasst undir Hafnarfjalli og á Vatnaleið á Snæfellsnesi, en þó mun skaplegra en á Kjalarnesi.