30. apríl. 2008 01:12
Þeir nemendur sem ætla að útskrifast úr Fjölbrautaskóla Vesturlands í maí dimmiteruðu síðastliðinn föstudag með pompi og prakt. Salur skólans var troðfullur þegar nemendurnir stigu á svið í mafíósabúningum sínum og gerðu góðlátlegt grín að kennurum, starfsfólki og samnemendum eins og hefð er fyrir á þessum degi. Stúlkurnar voru klæddar sínu besta pússi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Sjá fleiri myndir í Skessuhorni sem kemur út í dag.