Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2008 11:58

Könnun sýnir ánægðari Vestlendinga

“Íbúar á Vesturlandi eru almennt ánægðari nú með búsetuskilyrði sín en þeir voru fyrir þremur árum. Svo virðist sem merkjanlegur árangur hafi náðst í að bæta búsetuskilyrði í landshlutanum sem lýsir sér í ánægðari íbúum og er það fagnaðarefni. Meðal góðra verka má nefna uppbyggingu framhaldsskólanna á Snæfellsnesi og í Borgarnesi, úrval lágvöruverðsverslana sem kosið hafa að koma sér hér fyrir, ánægja er með heilsugæslu og aðra grunnþjónustu á Vesturlandi,” segir Vífill Karlsson hagfræðingur SSV um niðurstöður nýrrar könnunar meðal íbúa Vesturlands, en skýrsla um niðurstöðurnar eru kynntar í Skessuhorni sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að ánægja er með þætti sem snerta öryggi, svo sem á sviði heilsugæslu, umferðar og lág glæpatíðni bætir búsetuskilyrðin.

“Hitt atriðið sem ég nefni er sú staðreynd að hagvöxtur undanfarinna ára hefur gert fólki kleift að losa eignir og selja og losna þar með undan ákveðnum átthagafjötrum sem margir voru bundnir í áður en markaður fyrir land og aðrar fasteignir frískaðist. Í staðinn flyst inn á svæðið fólk sem metur öðruvísi forsendur landsbyggðarinnar og meðaltal ánægðari íbúa hækkar. Þessi tvö atriði framar öðrum sýna að Vesturland er að ná árangri í að bæta búsetuskilyrði,” sagði Vífill.

 

Könnunin var póstkönnun sem send var út í vetur til 1500 íbúa á Vesturlandi og var svarhlutfall 36% þar sem 543 íbúar tóku þátt. Tölfræðilega eru því niðurstöðurnar vel marktækar fyrir öll fjögur grunnsvæði Vesturlands, þ.e. Dali, Snæfellsnes, Borgarfjörð og Akranes.

 

Sjá nánar ýmsar mjög athyglisverðar niðurstöður skýrslunnar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is