Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. maí. 2008 09:22

Þurfa að bæta aðstöðuna á Eiríksstöðum

Frá Eiríksstöðum.
Ljósm. Friðþjófur.
Á fundi í sveitarstjórn Dalabyggðar nýverið kom til umræðna skortur á aðstöðu á Eiríksstöðum í Haukadal fyrir starfsmenn og gesti. Fram kom að Áslaug Finnsdóttir á Hömrum hefur undanfarin ár haft stórt sölutjald á Eiríksstöðum en tjaldið skemmdist síðastliðið sumar og hefur Áslaug kynnt að hún ætli ekki að setja það upp í sumar. Telur hún að lagfæra mætti ýmsa hluti á Eiríksstöðum og meðal annars bæta aðstöðu fyrir starfsfólk sem sinnir gestamóttöku þar, en þá vanti helst þjónustuhús. Undir það tekur Sigurður Jökulsson, verktaki á staðnum sem segir að bæta þurfi ýmsa þætti.

Sigurður mætti sem gestur á fund sveitarstjórnar ásamt Áslaugu og lagði fram tillögur til úrbóta. Meðal annars segir hann að gera þurfi við húsið á Eiríksstöðum í sumar, bora þurfi eftir vatni og búið sé að gera ráðstafanir til þess.

 

Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að sér hafi verið falið að móta tillögur um lausn þessara mála á Eiríksstöðum. “Hér með auglýsi ég eftir 50-70 fermetra húsi til leigu eða kaups fyrir sumarið svo hægt verði að koma upp bráðabirgðaaðstöðu. Það hús gæti þjónað gestamóttöku og verið aðstaða fyrir starfsfólk en slíka aðstöðu vantar tilfinnanlega þar sem sölutjaldið er ekki lengur til staðar. Varanleg lausn verður að koma síðar og verður þá meira undirbúin með tilliti til skipulags, nýtingar svæðisins og framtíðaruppbyggingar á staðnum,” sagði Gunnólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is