Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2008 08:30

Stúlka frá Akranesi framarlega í ljóðasamkeppni

Í vetur var í grunnskólum landsins efnt til kosningar á barnabók ársins. Einnig var haldin ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna í landinu. Stúlka frá Akranesi hlaut þriðju verðlaun í ljóðakeppninni. Hún heitir Indiana Nicole Taroni og mun ljóð hennar birtast í ljóðabók sem gefin verður út í júní með úrvali ljóða úr keppninni. Tæplega 300 börn í skólunum á Akranesi og Hvalfjarðarsveit tóku þátt í kosningu um bestu barnabókina.

Voru nöfn fimm barna dregin út úr fjölda þátttakenda og voru þeim afhentar bækur að gjöf í húsnæði Bókasafns Akraness síðastliðinn fimmtudag. Viðurkenningarnar hlutu Björn Ívar Arnarsson og Valdís Ósk Pétursdóttir úr Brekkubæjarskóla, Veronika Líf Þórðardóttir og  Katarína Stefánsdóttir úr Grundaskóla og  Patrekur Harðarson úr Heiðarskóla.

Bestu barnabækurnar í ár að mati grunnskólanema eru hinsvegar Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur og í flokki þýddra bóka Skólasöngleikurinn í þýðingu Snorra Hergils Kristjánssonar, en sú bók er byggð á sjónvarpsmynd sem mörg börn þekkja.

Ljóð Indíönu Taroni, stúlkunnar frá Akranesi sem hlaut þriðju verðlaun í ljóðakeppninni, hljóðar svo:

 

Þú ert minn dagur,

þú ert mín nótt,

þú átt mitt hjarta sem hamast ótt,

þú ert lífið í æðum mér,

mitt litla hjarta fel ég þér,

því aldrei máttu gleyma mér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is