Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2008 12:20

Keppir á Ólympíuleikunum í stærðfræði

Skagamaðurinn Ingólfur Eðvarðsson er á leið á Ólympíuleikana í stærðfræði sem fram fara í Madrid um miðjan júlí. Ingólfur er nítján ára og nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Hann er einn af sex fulltrúum Íslands í keppninni.

“Við erum þrír sem förum héðan úr MR og einn þeirra er með mér í bekk,” segir Ingólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann þekki þá sem koma til með að keppa með honum á leikunum. “Þetta verður mjög spennandi. Við verðum í Madrid í tíu daga. Keppnin stendur yfir í tvo daga og svo fáum við að skoða okkur um í borginni.”

Til þess að komast í liðið þurfti Ingólfur fyrst að keppa í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Þaðan lá leið þeirra 20 efstu af bæði efra og neðra stigi í úrslitakeppni þar sem reiknuð voru þyngri dæmi. Tólf efstu úr þeirri keppni fengu keppnisrétt í norrænni stærðfræðikeppni og loks var valið í Ólympíuliðið. “Nú tekur við stærðfræðiþjálfun sem hefst í byrjun júní. Þá eru átta tíma vinnudagar þar sem við reiknum stærðfræði allan daginn. Þetta verður sumarvinnan mín,” segir Ingólfur og játar því þegar hann er spurður hvort hann hafi gaman af stærðfræðinni. “Þetta er að minnsta kosti örugglega skemmtilegra en að vinna við húsasmíði eða að slá gras. Svo nýtist þetta manni betur. Ég held áfram í stærðfræði í skólanum og verð vonandi kominn með gott forskot í haust. Ef ekki þá hef ég ekki verið að standa mig í þessa átta tíma á dag,” segir hann og hlær.

Þrátt fyrir að ætla mætti að áhugi Ingólfs á stærðfræði hefði alltaf verið til staðar segir hann að því fari fjarri. “Ég hafði lítinn áhuga á stærðfræði þangað til í 10. bekk. Þá vann ég stærðfræðikeppni Vesturlands og sá að ég gæti kannski eitthvað. Eftir það hef ég sett mér hvert markmiðið á fætur öðru og nú er ég á leið á Ólympíuleikana.” En hvert skyldi næsta markmið þá vera? “Að fá ekki núll stig,” segir hann og hlær. “Þetta er mjög þung keppni. Við höfum samtals níu klukkustundir til þess að reikna sex dæmi. Þeir sem ná að leysa eitt dæmi fá nokkurs konar heiðursviðurkenningu fyrir það eitt að hafa náð að leysa dæmi!” 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is