Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2008 04:20

Hraðamælingar stórauknar á Akranesi

Í dag tók lögreglan á Akranesi í notkun nýtt laser-hraðamælingtæki. Akraneskaupstaður keypti tækið fyrir lögregluna og er ætlunin að stórauka hraðamælingar á götum þar sem erfitt hefur verið að koma við hefðbundnum hraðamælingatækjum. Laser tækið hefur ýmsa kosti fram yfir þau radartæki sem fyrir eru og þá sérstaklega við mælingar innanbæjar. Má þar nefna að hægt er að mæla úr mikilli fjarlægð og auðvelt er að beina mælingu að ökutækjum sem sýnilega er ekið hratt. Þá er ekki síður kostur að tækið er ekki fast í lögreglubifreið heldur er um að ræða fyrirferðalítið handtæki.

Að sögn lögreglunnar er það þekkt að hraðakstur innanbæjar dettur niður um leið og til lögreglunnar sést. Með nýja tækinu geta þeir því komið sér fyrir hvar sem er og ef því er að skipta þarf ekkert til þeirra að sjást.

Vonir standa til þess að hægt verði að ná til þeirra fáu einstaklinga sem valda hættu á götum bæjarins með glæfraakstri í þeirri von að þeir læri af því og umferðin verði þar með öruggari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is