Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2008 06:58

Heyrði fyrst af ráðningunni um síðustu helgi

“Ég heyrði fyrst af þessu um síðustu helgi og greindi um leið meirihluta bæjarstjórnar, bæjarstjóra og oddvitum minnihlutans frá þessu. En auðvitað er erfitt að sannfæra fólk um það. Hinsvegar fullyrði ég að ráðning Arnar kemur því ekkert við að Akraneskaupstaður ákvað að semja við SecurStore,” segir Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar en töluverð umræða hefur skapast í bænum í kjölfar þess að sonur hans, Örn Gunnarsson, keypti fjórðungshlut í tölvufyrirtækinu SecurStore. Það gerði Bjarni Ármannsson einnig. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni samþykkti bæjarstjórn nýverið að tölvumál bæjarins færu ekki í útboð. Í stað þess yrði gengið til samninga við SecurStore, það fyrirtæki sem nú þegar hefur umsjón með tölvukerfum bæjarins.

 

Minnihluti bæjarstjórnar mótmælti samþykktinni og sagði hana ganga þvert á innkaupastefnu bæjarins sem væri að bjóða út innkaup bæjarins á vöru og þjónustu. Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar benti hinsvegar á álitsgerð bæjarstjóra og endurskoðanda bæjarins þar sem lagt var til að samið yrði við SecurStore. Sama fyrirtæki annast endurskoðun hjá SecurStore og Akraneskaupstað. Gunnar segist enga ástæðu hafa til að efast um heiðarleika þeirrar skrifstofu. “Þess má geta að þessi sama endurskoðunarskrifstofa sér um bókhald hjá báðum tölvufyrirtækjum bæjarins. Ég get ekkert svarað þessu öðruvísi en svo að ég hef aldrei efast um heiðarleika þessa endurskoðunarfyrirtækis enda ekki haft ástæðu til þess.”

 

Gunnar segir að ein ástæða þess að ákveðið hafi verið að hætta við útboð vera þá að engin kostnaðaráætlun lá fyrir. “Formleg tillaga um að setja þessi mál í útboð kom fram í byrjun þessa árs. Í framhaldi af því óskaði annar eigandi SecurStore eftir viðræðum við bæjarráð. Eftir nokkurn tíma hittumst við og þeir kynntu sín mál. Meðal þess sem kom fram voru ýmsar sparnaðarhugmyndir sem þeir höfðu lagt fram fyrir tíð núverandi meirihluta og okkur var ekki kunnugt um. Eftir kynninguna var ákveðið að endurskoðandi bæjarins og bæjarstjóri hefðu viðræður við fyrirtækið og kæmu með tillögu um framhaldið. Þeir lögðu til að leitað yrði samninga við SecurStore enda hafði meðal annars verið gerð athugasemd við að menn væru með útboðsgögn en enga kostnaðaráætlun.”

 

Gunnar tekur skýrt fram að málinu sé ekki lokið. “Viðræður standa enn yfir. Það er alls ekki svo að búið sé að ganga frá samningum.” Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur verið titringur innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins en Gunnar segir að sér sé ekki kunnugt um það. “Ég hef aðeins fengið einn tölvupóst þar sem viðkomandi sagðist ósáttur.” Hann segir dapurlegt að nafn sonar síns og SecurStore skuli dregið inn í umræðuna með þessum hætti. “Þetta fyrirtæki þarf ekkert forskot frá okkur. Þeir hafa byggt upp gott og öflugt fyrirtæki og staðið sig í sínum verkum. Ef Örn á að gjalda fyrir það að vera sonur minn í þessu máli finnst mér það ansi hart. Það er dapurlegt til þess að hugsa að svona umræða þurfi að fara af stað þegar menn koma með fjármagn inn í fyrirtæki í bænum og ætla sér að gera góða hluti.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is