Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 09:18

Fyrirlestur um jarðfræði Snæfellsness

Haraldur Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Rhode Island, mun annað kvöld, þriðjudag klukkan 20, halda fyrirlestur á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi. Fyrirlesturinn er á vegum Náttúrustofu Vesturlands og umhverfishóps Snæfellsness. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Haraldur Sigurðsson er þekktur vísindamaður en sjálfur er hann fæddur í Norska húsinu og ólst upp í Stykkishólmi. Hann hefur verið prófessor við háskóla í USA í yfir 30 ár en hefur nú aftur dvalarstað í Stykkishólmi. Haraldur hefur starfað við jarðfræðirannsóknir víða um heim, en einkum hefur hann kannað orsakir og áhrif stórra sprengigosa.

Í erindi sínu mun Haraldur fjalla um uppruna og orsakir eldvirkni á Snæfellsnesi. Jarðfræði Snæfellsness er mjög fjölbreytt og kalla má hana vasaútgáfu af öllum bergtegundum og jarðmyndunum sem finnast á Íslandi. Eitt er óvenjulegt með jarðfræði á Nesinu, en það er stefna gosbeltisins sem er nokkurn veginn þvert á stefnu annarra gosbelta á Íslandi. Einnig mun hann ræða um megineldstöðina Ljósufjöll og hið fræga fjall Snæfellsjökul og þýðingu þess í sögu vísindanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is