Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 09:18

Fyrirlestur um jarðfræði Snæfellsness

Haraldur Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Rhode Island, mun annað kvöld, þriðjudag klukkan 20, halda fyrirlestur á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi. Fyrirlesturinn er á vegum Náttúrustofu Vesturlands og umhverfishóps Snæfellsness. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Haraldur Sigurðsson er þekktur vísindamaður en sjálfur er hann fæddur í Norska húsinu og ólst upp í Stykkishólmi. Hann hefur verið prófessor við háskóla í USA í yfir 30 ár en hefur nú aftur dvalarstað í Stykkishólmi. Haraldur hefur starfað við jarðfræðirannsóknir víða um heim, en einkum hefur hann kannað orsakir og áhrif stórra sprengigosa.

Í erindi sínu mun Haraldur fjalla um uppruna og orsakir eldvirkni á Snæfellsnesi. Jarðfræði Snæfellsness er mjög fjölbreytt og kalla má hana vasaútgáfu af öllum bergtegundum og jarðmyndunum sem finnast á Íslandi. Eitt er óvenjulegt með jarðfræði á Nesinu, en það er stefna gosbeltisins sem er nokkurn veginn þvert á stefnu annarra gosbelta á Íslandi. Einnig mun hann ræða um megineldstöðina Ljósufjöll og hið fræga fjall Snæfellsjökul og þýðingu þess í sögu vísindanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is