Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 11:45

Hreinsunarátak gekk vel í Borgarnesi

Tekið til við Ráðhúsið. Ljósm. HH
Sveitarfélagið Borgarbyggð stendur þessar vikurnar fyrir umhverfis- og hreinsunarátaki þar sem stofnanir, fyrirtæki og ekki síst einstaklingar eru hvattir til að taka til í umhverfi sínu. Að sögn Bjargar Gunnarsdóttur, umhverfisfulltrúa hefur átakið gengið vel og margir nýtt tækifærið og sameinað holla útiveru og tiltekt. “Það er búið að hreinsa verulega til á þéttbýlisstöðunum Bifröst og Hvanneyri og nú sl. laugardag var komið að Borgarnesi að halda slíkan hreinsunardag. Það voru starfsmenn hjá HS verktaki sem fóru um bæinn og sóttu þann garðaúrgang sem safnast hafði hjá íbúum og fóru þannig sjö gámar sneisafullir og hefur aldri áður safnast svona mikill garðaúrgangur á einum degi hér um slóðir. Þá hafa götur í Borgarnesi nú verið sópaðar eftir veturinn.

Hópar unglinga hafa verið fengnir til að tína rusl á opnum svæðum í Borgarnesi og fjöldi íbúa hefur þegið þjónustu og góð ráð Sædísar Guðlaugsdóttur garðyrkjufræðings vegna umhirðu garða sinna,” sagði Björg í samtali við Skessuhorn.

 

Að lokinni lóðahreinsun í Borgarnesi var síðdegis á laugardag boðið upp á grill í Skallagrímsgarði þar sem á annað hundrað manns mætti í ágætu veðri.

Björg segir að fyrirtækjum muni standa það áfram til boða til 15. maí nk. að fá gáma fyrir timbur- og járnúrgang til sín á kostnað sveitarfélagsins. Að lokum hvetur Björg íbúa til að nýta sér gámastaði til sorplosunar, en þeir eru hvorki fleiri né færri en 40 víðsvegar um Borgarbyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is