Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 02:40

Vandræði vegna skorts á dagforeldrum í Grundarfirði

Þrjár mæður í Grundarfirði tóku sig til fyrir skömmu og efndu til undirskriftasöfnunar meðal foreldra þar sem þeirri áskorun var beint til bæjarstjórnar að laga greiðslur til foreldra barna fram að leikskólaaldri. Mæðurnar sem stóðu fyrir undirskriftunum, Anna Rafnsdóttir, Inga Magný Jónsdóttir og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir, vöktu um leið athygli á svokölluðum ummönnunarbótum eða heimagreiðslum, sem til dæmis er beitt á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Undirskriftir söfnuðust á tvö blöð sem afhent voru bæjarstjórn.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri segir að vandræði hafi skapast varðandi gæslu þeirra allra yngstu eftir að eina dagmóðirin á svæðinu hætti störfum um mitt síðasta ár. Til að koma til móts við foreldra sé nú farið að taka allt niður í ársgömul börn á leikskólann Sólvelli, en á öðrum stöðum eru börn undir tveggja ára aldri yfirleitt ekki á leikskólum. „Við viljum gjarnan greiða fyrir og hvetja til að einhverjir dagforeldrar hefji störf,“ segir Guðmundur Ingi, en bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að fram fari endurskoðun á þátttöku sveitarfélagsins í greiðslu dagvistargjalda til foreldra barna undir leikskólaaldri, en reglur um þessi mál eru síðan 1. ágúst 2006.  

„Þetta er gert til að vekja áhuga á starfi dagforeldra og með því myndu leysast dagvistarúrræði þar til leikskóladvöl hefst,“ segir einnig í samþykkt bæjarstjórnar sem hefur skipað vinnuhóp til að fara yfir reglurnar. Hann skipa Þórey Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri og Una Ýr Jörundsdóttir bæjarfulltrúi L-lista, en sú síðasttalda lagði fram grunn að tillögu sem samþykkt var með nokkrum breytingum í bæjarstjórn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is