Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 03:30

Bátarnir mættir á Arnarstapa í mokveiði

Bátarnir sem róa frá Arnarstapa hafa verið að mokfiska að undanförnu. Einu sinni sem oftar kom netabáturinn Bárður með fullfermi um helgina, rúmlega tíu tonn, og þurfti að landa tvisvar sama daginn. Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði er því enn í sömu vandræðum og þegar Skessuhorn ræddi við hann fyrir mánuði síðan, að það gengur hratt á kvótann í góðu fiskiríi. Hjá Pétri eins og fleirum er glíman við að veiða ekki allan þorskinn áður en kemur að því að veiða aukategundirnar.

 

 

Handfærabátarnir hafa verið að koma með upp í tonn yfir daginn, sem þykir dágott. Reimar Karlsson hafnarvörður á Arnarstapa miðar fiskiríið nú við það sem gerðist fyrir 6-8 árum þegar 40 tonnum var landað yfir daginn af um 30 bátum. Síðustu dagana hefur bátum verið að fjölga í höfninni á Arnarstapa, en það er alltaf í kringum sumardaginn fyrsta sem bátarnir koma á sumarvertíðina. Núna eru komnir að sögn Reimars rúmlega 15 bátar, eða svipað því sem verið hefur síðustu sumur. Reimar segir að vel hafi verið að veiðast bæði í netin og á handfærin. „Ég veit ekki hvað er að gerast, en það virðist vera nóg af þorski. Kannski þetta sé eins og 1967 þegar síldin mokveiddist en svo sást hún ekki aftur fyrr en einum 40 árum síðar að hún fór að veiðast hjá okkur aftur. Allavega held ég að þetta séu ekki síðustu þorskarnir sem þeir eru að veiða núna,“ segir Reimar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is