Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2008 04:31

Öllum starfsmönnum verksmiðju HB Granda sagt upp

Í dag fengu allir fjórir fastráðnir starfsmenn fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi uppsagnarbréf. Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda segir að gripið hafi verið til þessara ráðstafana sökum þess að ekki hafi náðst sá árangur í rekstri verksmiðjunnar sem stefnt hafi verið að lengi. Ráðnir verði nýir starfsmenn í stað fjórmenninganna, en þessi ráðstöfun þýði engan veginn að áform sé uppi um að leggja niður rekstur verksmiðjunnar á Akranesi, heldur sé stefnt að því að tryggja að rekstur verksmiðjunnar verði ásættanlegur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness er afar harðorður í yfirlýsingum sínum um uppsagnirnar og kallar þær fantaskap stjórnenda HB Granda í garð Akurnesinga.

Eggert Guðmundsson, forstjóri segir að efnislega sé ekki ástæða til að fara nánar út í þessa ákvörðun, en til svona ráðstafana sé ekki gripið í fljótheitum. Að þessu sé langur aðdragandi og ekki hafi lengur verið hægt að komast hjá breytingum. Aðspurður sagði Eggert að ekki lægi fyrir hvort að nýtt fólk í bræðsluna á Akranesi kæmi úr röðum starfsmanna HB Granda, eða nýir starfsmenn verðir ráðnir í stað þeirra sem sagt var upp.

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness er ómyrkur í máli vegna þessara uppsagna og segir á heimasíðu VLFA að sá fantaskapur sem forsvarsmenn HB Granda sýni Skagamönnum ætli engan enda að taka. Sumir starfsmanna sem fengu uppsagnabréfin hafi áratuga langan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Þegar hann hitti þá í morgun segir hann að ekki hafi farið á milli mála að þeir væru bitrir og reiðir vegna þessarar ákvörðunar og ljóst að krafist verður skýringa á henni.

„Menn velta því fyrir sér hvernig eigendur HB Granda ætli sér að reka þessa verksmiðju eftir að sá mannauður sem þarna hefur starfað í áratugi hefur látið af störfum. Við Skagamenn spyrjum okkur líka; hví í ósköpunum er ávallt höggvið í sama knérunn þegar um hagræðingu hjá fyrirtækinu er að ræða, ef hagræðingu skyldi kalla,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is