Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2008 04:33

Sjávarrannsóknasetrið Vör er Frumkvöðull ársins

Vör - Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð var útnefnt Frumkvöðull ársins á Vesturlandi fyrir árið 2007 við athöfn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem útnefningin fer fram en valið var úr tilnefningum sem bárust. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að henni.

Sjávarrannsóknasetrið var stofnað þann 12. maí árið 2006 og er til húsa í Ólafsvík. Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnuninni. Eitt meginmarkmið hennar er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfinu og nýtingamöguleikum auðlinda svæðisins. Það var Erla Björk Örnólfsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varar.

 

Alls hlutu 19 einstaklingar, hópar, stofnanir og fyrirtæki tilnefningar, en það voru:

 

Geirabakarí í Borgarnesi fyrir farsælt uppbyggingarstarf undanfarin ár.

Sólarorka ehf. í Borgarnesi fyrir uppbyggingu Gamla mjólkursamlagsins og Vinakaffis.

Hótel Hamar í Borgarnesi fyrir brautryðjendastarf í ferðaþjónustu.

Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir dugmikið starf við óperuuppfærslu.

Saga Medica ehf. fyrir þróun lækningalyfja úr íslenskum jurtum.

Fæðingadeild SHA fyrir endurbætur og starfsemi fæðinga- og sængurkvennadeildar.

Omnis ehf. fyrir athyglisverða uppbyggingu sérhæfðrar tölvuþjónustu m.a. í Borgarnesi og á Akranesi.

Gísli Einarsson, fréttamaður fyrir að vera boðberi frétta af Vesturlandi.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Kúludalsá fyrir innleiðingu nýrra kennsluhátta með notkun hestsins.

Snæfrost ehf. í Grundarfirði fyrir uppbyggingu frystihótels.

Eyrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði fyrir sagnamiðstöðina.

Íbúar Stykkishólms fyrir átak í umhverfisvænum sorpmálum.

Roni Horn í Vatnasafninu fyrir uppbyggingu þess.

Íslenskur æðardúnn ehf. fyrir atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi.

Dögg Mósesdóttir í Grundarfirði fyrir kvikmyndahátíðina Northern Wave.

Magnús Þór Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal fyrir leiðandi vinnu í kornrækt og ræktunarstarf.

Magnús Magnússon, útgefandi Skessuhorns fyrir að halda úti öflugri fréttaþjónustu af Vesturlandi.

Hlédís Sveinsdóttir fyrir nýjung í markaðssetningu sauðkindarinnar.

Sjávarrannsóknasetrið Vör fyrir öfluga uppbyggingu rannsóknamiðstöðvar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is