Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2008 04:33

Sjávarrannsóknasetrið Vör er Frumkvöðull ársins

Vör - Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð var útnefnt Frumkvöðull ársins á Vesturlandi fyrir árið 2007 við athöfn í Landnámssetrinu í Borgarnesi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem útnefningin fer fram en valið var úr tilnefningum sem bárust. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að henni.

Sjávarrannsóknasetrið var stofnað þann 12. maí árið 2006 og er til húsa í Ólafsvík. Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnuninni. Eitt meginmarkmið hennar er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfinu og nýtingamöguleikum auðlinda svæðisins. Það var Erla Björk Örnólfsdóttir sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Varar.

 

Alls hlutu 19 einstaklingar, hópar, stofnanir og fyrirtæki tilnefningar, en það voru:

 

Geirabakarí í Borgarnesi fyrir farsælt uppbyggingarstarf undanfarin ár.

Sólarorka ehf. í Borgarnesi fyrir uppbyggingu Gamla mjólkursamlagsins og Vinakaffis.

Hótel Hamar í Borgarnesi fyrir brautryðjendastarf í ferðaþjónustu.

Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir dugmikið starf við óperuuppfærslu.

Saga Medica ehf. fyrir þróun lækningalyfja úr íslenskum jurtum.

Fæðingadeild SHA fyrir endurbætur og starfsemi fæðinga- og sængurkvennadeildar.

Omnis ehf. fyrir athyglisverða uppbyggingu sérhæfðrar tölvuþjónustu m.a. í Borgarnesi og á Akranesi.

Gísli Einarsson, fréttamaður fyrir að vera boðberi frétta af Vesturlandi.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Kúludalsá fyrir innleiðingu nýrra kennsluhátta með notkun hestsins.

Snæfrost ehf. í Grundarfirði fyrir uppbyggingu frystihótels.

Eyrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði fyrir sagnamiðstöðina.

Íbúar Stykkishólms fyrir átak í umhverfisvænum sorpmálum.

Roni Horn í Vatnasafninu fyrir uppbyggingu þess.

Íslenskur æðardúnn ehf. fyrir atvinnuuppbyggingu í Stykkishólmi.

Dögg Mósesdóttir í Grundarfirði fyrir kvikmyndahátíðina Northern Wave.

Magnús Þór Eggertsson bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal fyrir leiðandi vinnu í kornrækt og ræktunarstarf.

Magnús Magnússon, útgefandi Skessuhorns fyrir að halda úti öflugri fréttaþjónustu af Vesturlandi.

Hlédís Sveinsdóttir fyrir nýjung í markaðssetningu sauðkindarinnar.

Sjávarrannsóknasetrið Vör fyrir öfluga uppbyggingu rannsóknamiðstöðvar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is