Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2008 08:16

Óvenjuleg hegðun svans í Kalmansvík

Skessuhorni barst ábending um það nýverið að í Kalmansvík við Akranes hefðist við svanur sem svamlaði þar um einsamall. Hegðun hans þykir næsta óvenjuleg miðað við fugla af hans tegund. Bæði er að svanurinn hefur einungis einn væng og hins vegar borðar hann nánast úr lófa þeirra er gefa sig að honum, sem er afar óvenjulegt fyrir villta fugla af þessari tegund.  Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands segir að líklega geti fuglinn lifað einhverjar vikur, sérstaklega ef einhver gefi honum að éta. Það sé hins vegar óvenjulegt að svanir gefi sig að fólki með þessum hætti. Í þessu tilfelli sé fuglinn líklega að bregðast við því að hann geti ekki borið sig um á flugi. Það hefur enginn neitt í álft að gera, sérstaklega ef hún er að verja hreiður eða er í ham.

Líkleg ástæða fyrir vængmissinum gæti verið að fuglinn hafi flogið á rafmagnslínu og misst vænginn þannig. Aðspurður segir Róbert að vængur vaxi ekki aftur, ef bein hefur brotnað. Ef svanurinn hefur einungis misst fjaðrir gætu þær vaxið fram en það muni taka langan tíma. Hvað verði um þennan tiltekna svan segir Róbert að líklegast muni náttúran hafa sinn gang í þessu. Hins vegar sé yfirleitt reynt að hjálpa til ef ljóst þykir að dýrið kveljist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is