Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2008 11:19

Kirkju- og menningarmiðstöð í Reykholti

Á héraðsfundi Borgarfjarðar- prófastsdæmis sem haldinn var í Reykholti um síðustu helgi var samþykkt tillaga frá prófasti sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni og sóknarpresti Reykholtskirkju, sr. Geir Waage um að í Reykholti verði stofnuð kirkju- og menningarmiðstöð. Að sögn prófasts hefur málið þegar fengið umfjöllun á Kirkjuþingi og Kirkjuráð samþykkti árleg framlög til stuðnings verkefninu. Í Reykholti hefur verið umfangsmikil menningarstarfsemi í gangi undanfarin ár. Kirkjan stendur fyrir tónleikahaldi og Snorrastofa starfrækir bókhlöðu með rannsóknarbókasafni, auk almenningsbókasafns og er samvinna á milli þessara stofnana mikil.

Til að skapa starfinu, sem þegar fer fram á staðnum, ákveðinn ramma hefur Borgarfjarðarprófastsdæmi og Reykholtskirkja ákveðið að efla samvinnu um kirkju- og menningarmiðstöð þar sem starf hennar yrði einkum að standa fyrir fræðslu- og samráðsfundum um kirkju- og menningarmál, fyrirlestrum, námskeiðum, tónleikum, kórasamveru og kóræfingum, fermingarbarnamótum og öðrum samstarfsverkefnum á vettvangi prófastsdæmisins og kirkjustjórnarinnar. Reykholtssókn lætur í té aðstöðu fyrir ofangreind verkefni og prófastsdæmið styrkir ofangreinda starfsemi samkvæmt nánari ákvörðun héraðsnefndar og héraðsfunda.

 

Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti segir að meðal stærri verkefna, sem unnin hafa verið á staðnum að undanförnu sé svonefnt Reykholtsverkefni sem nær til rannsókna á flestum sviðum húmanískra fræða og hefur að kjarna forleifarannsóknir á staðnum og nærsveitum. „Þetta fjölþjóðlega og þverfaglega verkefni hefur skilað merkum niðurstöðum nú þegar. Hjá Snorrastofu starfa um 10 manns og á launaskrá voru á staðnum 17 manns á síðastliðnu sumri auk starfsfólks hótelsins. Þannig reynir Reykholtskirkja nú á tímum að rækja það menningarhlutverk sem kirkjan hefur staðið fyrir um nærfellt þúsund ára skeið.“

 

Stjórn miðstöðvarinnar skipa prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis, fulltrúi skipaður af héraðsnefnd Borgarfjarðarprófastsdæmis, sóknarpresturinn í Reykholti, fulltrúi sóknarnefndar auk fulltrúa organista í héraði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is