Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2008 11:19

Kirkju- og menningarmiðstöð í Reykholti

Á héraðsfundi Borgarfjarðar- prófastsdæmis sem haldinn var í Reykholti um síðustu helgi var samþykkt tillaga frá prófasti sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni og sóknarpresti Reykholtskirkju, sr. Geir Waage um að í Reykholti verði stofnuð kirkju- og menningarmiðstöð. Að sögn prófasts hefur málið þegar fengið umfjöllun á Kirkjuþingi og Kirkjuráð samþykkti árleg framlög til stuðnings verkefninu. Í Reykholti hefur verið umfangsmikil menningarstarfsemi í gangi undanfarin ár. Kirkjan stendur fyrir tónleikahaldi og Snorrastofa starfrækir bókhlöðu með rannsóknarbókasafni, auk almenningsbókasafns og er samvinna á milli þessara stofnana mikil.

Til að skapa starfinu, sem þegar fer fram á staðnum, ákveðinn ramma hefur Borgarfjarðarprófastsdæmi og Reykholtskirkja ákveðið að efla samvinnu um kirkju- og menningarmiðstöð þar sem starf hennar yrði einkum að standa fyrir fræðslu- og samráðsfundum um kirkju- og menningarmál, fyrirlestrum, námskeiðum, tónleikum, kórasamveru og kóræfingum, fermingarbarnamótum og öðrum samstarfsverkefnum á vettvangi prófastsdæmisins og kirkjustjórnarinnar. Reykholtssókn lætur í té aðstöðu fyrir ofangreind verkefni og prófastsdæmið styrkir ofangreinda starfsemi samkvæmt nánari ákvörðun héraðsnefndar og héraðsfunda.

 

Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti segir að meðal stærri verkefna, sem unnin hafa verið á staðnum að undanförnu sé svonefnt Reykholtsverkefni sem nær til rannsókna á flestum sviðum húmanískra fræða og hefur að kjarna forleifarannsóknir á staðnum og nærsveitum. „Þetta fjölþjóðlega og þverfaglega verkefni hefur skilað merkum niðurstöðum nú þegar. Hjá Snorrastofu starfa um 10 manns og á launaskrá voru á staðnum 17 manns á síðastliðnu sumri auk starfsfólks hótelsins. Þannig reynir Reykholtskirkja nú á tímum að rækja það menningarhlutverk sem kirkjan hefur staðið fyrir um nærfellt þúsund ára skeið.“

 

Stjórn miðstöðvarinnar skipa prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis, fulltrúi skipaður af héraðsnefnd Borgarfjarðarprófastsdæmis, sóknarpresturinn í Reykholti, fulltrúi sóknarnefndar auk fulltrúa organista í héraði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is