Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2008 07:44

Sameining tveggja sókna í Borgarfirði

Stóri Ás í Borgarfirði. Ljósm. Mats Wibe Lund
Á héraðsfundi Borgarfj.prófastsdæmis um síðustu helgi var samþykkt að sameina tvær sóknir innan prófastsdæmisins. Er þar um að ræða Stóru-Ássókn og Reykholtssókn. Að sögn sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar prófasts verður erindið lagt fyrir biskupafund og kirkjuþing í haust og mun taka gildi 1. desember næstkomandi. Ástæða sameiningarinnar er fækkun í sókninni. Það sem er sérstakt við þessa sameiningu er að báðar kirkjurnar verða áfram sóknarkirkjur sem þýðir að reglulegt helgihald verður viðhaft í báðum, sem ekki er alltaf raunin. Prófastur segir að gæti orðið til eftirbreytni fyrir aðrar sóknir í prófastsdæminu. Kirkjan í Stóra-Ási á nokkurn sjóð sem varðveittur verður sérstaklega til að standa undir viðhaldi kirkjunnar.

Skal gera grein fyrir honum sérstaklega í reikningshaldi sóknarinnar á meðan hann endist. Saga kirkju í Stóra-Ási nær langt aftur í aldir. Var kirkjan fyrst í eigu bóndans þar en varð síðan sóknarkirkja. Sr. Geir Waage er sóknarprestur í báðum þessum sóknum.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is