Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2008 04:15

Birkiskógur og varpland skemmdist í sinubruna

Fyrir skömmu varð mikill bruni þegar kveikt var í sinu á Frakkanesi á Skarðsströnd í Dalasýslu. Mikil mildi þykir að ekki skyldi fara verr þótt talið sé að bæði birkiskógur og varpland fugla hafi borið töluverðan skaða af. Á svæðinu er mikill eldsmatur þar sem fé hefur ekki gengið þar í langan tíma. Töluvert af birki hefur vaxið þar upp eftir að friðað var fyrir sauðfé og er það allt kolbrunnið. Sama má segja um mosann sem er marga áratugi að vaxa upp aftur. Einnig telja margir að fuglalífið hafi borið hnekki af þessu, sem er mikill skaði. Á svæðinu verpa sem dæmi margar tegundir anda. Menn binda þó vonir við að fuglarnir hafi ekki verið varanlega flæmdir af svæðinu en snúi aftur til hreiðurgerðar og búsetu næsta vor.

Björn Stefán Guðmundsson í Búðardal er fæddur og uppalinn á Reynikeldu þarna í grenndinni. Hann hefur stundað skógrækt á föðurleifð sinni í ríflega kvartöld og þar hefði orðið mikill skaði ef eldurinn hefði náð að læsa sig í trén. „Það var dálítil árátta hér á Skarðsströnd í eina tíð að brenna sinu og hefur nokkuð haldist, ekki til nokkurs gagns því staðreyndin er sú að yfirleitt er sinubruni alls ekki til bóta. Sem betur fer náði eldurinn ekki að læsa sig í bústaðinn minn eða skógræktina, en ekki mátti miklu muna. Vindáttin var þannig að ef ekki hefði náðst að hefta útbreiðslu eldsins hefði hann getað farið fyrir Klofning. Þá veit ég ekki hvernig hefði farið. Við verðum að fara varlega með eld því ef hann verður laus við svona aðstæður, getur farið svo að við ekkert verði ráðið. Þá getur orðið mikill skaði og varanleg eyðilegging. Á þessu svæði er heldur ekkert gefið með lognið og því alls ekki ráðlegt að vera að reyna að sinubruna. Að þessu sinni fór betur en á horfðist, þótt mikið hafi eyðilagst. Ég vona að menn hafi þetta sem víti til varnaðar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is