Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2008 02:36

Kóngafólkið mætt í Hólminn

Friðrik og Mary ásamt forsetafrúnni við komuna til Stykkishólms áðan.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff komu til Stykkishólms í dag ásamt Friðriki krónprinsi Danmerkur og Mary krónprinsessu konu hans. Stykkishólmur tók vel á móti gestunum og þeirra fylgdarliði þar sem stafalogn var í Hólminum undir hádegið í dag og þurrt og milt veður. Það var ágætt þar sem nemendur grunnskólans í Stykkishólmi ásamt fleiri bæjarbúum voru komnir í móttökustöðu rúmlega hálfellefu í morgun. Koma gestanna frestaðist þó nokkuð þar sem þyrlan sem flaug þeim til Stykkishólms þurfti að fara fyrir Jökul á leið sinni í Hólminn og því voru gestirnir ekki komnir fyrr en undir tólf.

Lúðrasveit Stykkishólms lék af sinni alkunnu snilld meðan gestirnir renndu í hlað og tóku nemendur grunnskólans á móti þeim með danska og íslenska fána í hönd.

 

Gunnar Svanlaugsson skólastjóri grunnskólans leiddi þau um skólann og kynnti starfsemina og að því loknu var safnast saman á sal þar sem Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri flutti ávarp og bauð gestina velkomna. Stykkishólmsbær færði Friðrik og Mary að gjöf málverk eftir Gunnar Gunnarsson sem er myndlistarkennari við grunnskólann og sýnir málverkið hluta af miðbænum, hafnarsvæðinu og út á sundin. Gretar D. Pálsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp, sagði stuttlega frá Dönskum dögum og bauð að sjálfsögðu Friðrik og Mary velkomin á Danska daga sem haldnir verða þriðju helgina í ágúst komandi. Þá fluttu tveir nemendur stutt ávarp og afhentu að því loknu Dorrit og Mary að gjöf sitt hvort hálsmenið sem búið var til af nemendum. Dorrit og Mary settu hálsmenin strax á sig og brá Dorrit að leik með því að taka af sér heljarinnar perlufesti og þóttist ætla að kasta henni til fjöldans við léttan hlátur nærstaddra.

 

Í lok dagskrárinnar í grunnskólanum sungu yngstu nemendurnir tvö lög við undirleik Jóhönnu Guðmundsdóttur skólastjóra tónlistarskólans og risu gestirnir úr sætum sínum og gáfu sig að krökkunum á meðan á söngnum stóð.

 

Á leiðinni frá grunnskólanum gripu nokkrar ungar stúlkur prinsinn og konu hans í myndatöku enda ekki á hverjum degi sem það kemur alvöru prins í bæinn brást parið vel við beiðninni og stillti sér upp með krökkunum. Gestunum var svo fylgt út úr skólanum þar sem haldið var á Vatnasafnið og svo var Norska húsið skoðað. Að því loknu bauð Rakel Olsen gestunum að skoða Frúarhúsið sem hún hefur nýlega gert upp og þaðan var haldið í örstutta heimsókn á skrifstofur Agustson ehf. Rétt í þessu var hópurinn að leggja af stað í siglingu með Særúnu í boði Stykkishólmsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is