Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 08:40

Tvær blokkir með leiguíbúðum Búseta rísa við Asparskóga

Trésmiðja Snorra Hjaltasonar í Reykjavík hóf fyrir skömmu framkvæmdir við byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Asparskóga 2 og 4 á Akranesi. Í húsunum eru samtals 23 íbúðir sem koma til afhendingar um næstu áramót. Þegar hefur verið tryggð sala á þessum íbúðum til Búseta, sem sér um útleigu á þeim. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar á fjórar aðrar lóðir fyrir fjölbýlishús við Asparskóga. Á teikniborðinu eru nú tvær blokkir til viðbótar, sem byrjað verður að byggja um mitt sumar og stefnt er að afhendingu á næsta vor. Í þeim húsum eru 26-30 íbúðir ásamt bílageymslum sem allar fara í útleigu.

Þeir sem hafa leitað að leiguhúsnæði á Akranesi að undanförnu hafa fengið að kynnast þeirri gríðarlegu húsnæðiseklu sem er í bænum. Íbúðir sem auglýstar eru til leigu rjúka út og margir um hituna. Leiguverð er hátt og skiptir þar engu þótt ekki sé um fyrsta flokks íbúðir að ræða og í sumum tilfellum talsvert langt frá því. Ekki er vitað um fleiri aðila en Trésmiðju Snorra Hjaltasonar sem er að byggja húsnæði fyrir leigumarkaðinn.

Í samtali við Skessuhorn segir Snorri að í þessum fjórum blokkum verði tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. „Ég skynjaði þessa gríðarlegu þörf  fyrir leiguhúsnæði á Akranesi og þess vegna ákváðum við að byggja blokkir sem færu inn í leigufélag sem við eigum. Það ætti að rýmkast eitthvað á markaðnum þegar íbúðirnar koma inn hjá Búseta um áramótin og svo hjá okkur næsta vor. Lóðirnar á Akranesi hafa verið með þeim kvöðum að á þeim eru stórar íbúðir sem tekið hefur tíma sinn að laga að lánareglum Íbúðalánasjóðs. Það mál er að leysast,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir að á þeim tveimur lóðum sem Trésmiðja Snorra er ekki farin að láta teikna hús á við Asparskógana, komi stærri og þar af leiðandi dýrari íbúðir.

Sem kunnugt er leigir Byggingafélagið Búseti út íbúðir með svokölluðum búseturétti, sem er ákveðið hlutfall af verði íbúðanna, sem er verðtryggður, og er leigutaka jafnframt tryggð endursala á búseturéttinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is