Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 09:30

Borgnesingur sigrar í ljóðakeppni á landsvísu

Ungur Borgnesingur, Elín Elísabet Einarsdóttir, sigraði í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins 2008 í flokki 13-16 ára unglinga. Það er Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum sem stendur fyrir keppninni sem haldin er á landsvísu annað hvert ár og nú í sjötta sinn. Elín Elísabet skilaði inn tveimur ljóðum á Héraðsbókasafn Borgarfjarðar. Þau þóttu það jöfn að gæðum að dómnefnd sá sér ekki fært að velja á milli þeirra. Elín Elísabet er nemandi í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi.

Í nýjasta tölublaði Skessuhorns, sem kom út á miðvikudag, er að finna spjall við Elínu um sigurinn og áhuga hennar á ljóðagerð.

 

 

Ljóð Elínar Elísabetar:

 

Ástarljóð

Mig langar að semja ástarljóð eitt

sem að eilífu lifir í hjarta

og ekki freistar mín annað neitt

en að yrkja til landsins míns bjarta.

 

Það lýsir með regnboga leiðan dag

svo ljómi af himinsins boga.

Aldrei mun hverfa hið eilífa lag

sem Íslandsins tendraði loga.

 

Þú, Ísafold, skapaðir eld minn og sál

og allt sem ég dái og er.

Þú veittir mér ljóð og þú veittir mér mál

og visku sem aldregi þver.

 

Ó, Frón, þú ert allt sem fallegast er,

um fjöll þín mig ávallt mun dreyma. 

Minn anda og dug ég eftirlæt þér.

Ég ann þér, því hér á ég heima. 

 

Vorkyrrð

hvítur himinn kyrrðar

hvíslar haf

fjallsins tvífari

fyllir hug

rofin aðeins ró

rjómahvítum fjarska

líf í báru blá

bærir ljós

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is