Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2008 03:55

Fræðir fólk um hollan og næringarríkan mat

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir hélt fyrirlestur um hollan og næringarríkan mat fyrir börn síðastliðið mánudagskvöld í safnaðarheimili Stykkishólmskirkju. Fyrirlesturinn var vel sóttur og þegar honum lauk voru áheyrendur margs vísari um hollt fæðuval og næringu bæði fyrir börn og fullorðna.

Ebba Guðný var farin að finna fyrir ýmisskonar fæðuóþoli þegar hún var komin á þrítugsaldurinn og ákvað þá að taka til í sínu mataræði og temja sér nýja siði. Ebba tók þetta svo skrefinu lengra þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir nokkrum árum þar sem hún vildi að dóttir sín lærði frá upphafi að tileinka sér hollt og gott mataræði.

Ebba Guðný, sem er grunnskólakennari og móðir tveggja ungra barna, hefur á síðustu árum viðað að sér fróðleik varðandi mataræði ungra barna og gaf nýlega út bók um efnið. Bókin nefnist “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?” og þar er að finna uppskriftir í bland við fróðleik.

 

Í fyrirlestrinum á mánudagskvöld fór Ebba yfir ýmis atriði sem tengjast næringarfræði og næringarinnihaldi ýmissa matvæla, auk þess að kynna og gefa fólki að smakka ýmsar hollustuvörur og benda á nýja möguleika. Lagði hún áherslu á lífræn matvæli og lifandi fæði – mat sem ekki er búið að vinna of mikið. Hún miðlaði af reynslu sinni og benti á nýja og hollari valmöguleika í matargerð, en framboð og eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum.

 

Ebba hefur haldið fjölda námskeiða á höfuðborgarsvæðinu bæði í Heilsuhúsinu og hjá Manni lifandi. Að jafnaði má finna upplýsingar um námskeið framundan á heimasíðum þessara verslana. Þeir sem hafa áhuga og vilja kynna sér efnið frekar geta haft samband við Ebbu Guðnýju á ebbagudny@mac.com og skráð sig á námskeið hjá henni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is