Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2008 01:05

Malbikað á Snæfellsnesi um næstu mánaðamót

Í Snæfellsbæ og Grundarfirði er þessa dagana verið að byrja á frágangi gatna og plana vegna malbikunarframkvæmda sem byrjað verður á um næstu mánaðamót. Þá kemur malbikunarfyrirtækið Hlaðbær Colas úr höfuðborginni með færanlega steypustöð sem sett verður niður á Nesinu. Seinast var malbikað á Snæfellsnesi í hitteðfyrra. Sem fyrr eru aðalframkvæmdirnar í Grundarfirði og Snæfellsbæ, lítilsháttar í Stykkishólmi.

Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar bæjarstjóra í Grundarfirði liggur endanleg ákvörðun ekki fyrir hversu mikið verði malbikað, en lagt verður á 16 til 22 þúsund fermetra. Áætlaður  kostnaður vegna malbikunar hjá Grundarfjarðarbæ er á bilinu 35-50 milljónir króna. Mestmegnis er um að ræða yfirlögn á götur. Áformað er að lagt verði á Hrannarstíg, Eyrarveg, Sólvelli, Nesveg, Hlíðarveg, Fossahlíð og Hamrahlíð. Einnig verða malbikuð plön hjá fyrirtækjum í Grundarfirði sem og í Snæfellsbæ.

 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að á vegum sveitarfélagsins verði malbikaðir tíu þúsund fermetrar. Þar á meðal á þrjár götur; Miðbrekka, Fossbrekka og Brautarholt. Einnig verður malbik lagt á hafnarsvæðin á Ólafsvík og Rifi og bílaplön við grunnskólann á Hellissandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is