Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2008 02:15

Mættu í þyrlu á árgangsmót

Skagamenn ráku margir hverjir upp stór augu þegar myndarlegri þyrlu var lent á þyrluvellinum síðastliðinn laugardag. Ekki varð undrunin minni þegar þrír jakkafataklæddir menn stigu út úr þyrlunni. Þremenningarnir gengu sem leið lá í átt að íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum en árgangsmót árgangs 1956 var þá í þann mund að hefjast.

“Okkur langaði bara að gera eitthvað sniðugt. Það hafa örugglega einhverjir misst hökuna, án þess að ég viti það,” segir Erling Huldarsson einn þremenninganna.

Hinir tveir voru Bjarni Gunnarsson og Gunnar Arnórsson. “Við Bjarni erum æskuvinir og Gunni er stórfrændi minn. Ég hef ferðast töluvert á svona apparati og langaði að bjóða félögum mínum í smá túr,” segir Erling en þyrlan var tekin á leigu hjá Þyrluþjónustunni fyrir tilefnið. Kostnaðurinn segir Erling að sé trúnaðarmál. Ferðin frá Reykjavík til Akraness tók einungis stundarfjórðung enda ferðast á 200 km hraða. Erling segir að þeir félagar hafi eytt tímanum í að virða fyrir sér útsýnið og njóta þess að horfa yfir í fallegu veðri. Að mótinu loknu létu þeir sækja sig á öllu hefðbundnari fararskjóta og keyrðu heim.

“Ég mæli hiklaust með þessu enda fararmátinn ótrúlega skemmtilegur. Sjálfur hef ég ferðast töluvert með þyrlu, oftar en ekki til þess að fara í laxveiði. Þar sem eru vegleysur og annað koma þyrlurnar sér oft vel. Það tekur mann nokkrar mínútur að fljúga vegalengd sem getur tekið margar klukkustundir að ganga.”

 

En hvernig var á árgangsmótinu? “Það var alveg rosalega gaman og skemmtilegt að hitta allt þetta fólk. Flesta sér maður ekki nema við þetta tilefni á fimm ára fresti.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is