Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2008 12:10

Bæjarráð Akraness leggst gegn frumvarpi VG

Bæjarráð Akraness leggst gegn frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi, frá fjórum þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, um afnám heimildar til sölu á liðlega 20% eignarhlut ríkissjóðs í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Bæjarráð gerir kröfu um að gengið verði til samninga við OR um eignarhlut ríkisins í HAB til að forða hættuástandi sem skapast við skort á heitu vatni, eins og íbúar Akraness og Borgarbyggðar urðu þráfaldlega varir við á liðnum vetri.

 

Orkuveita Reykjavíkur áformar miklar framkvæmdir á hitaveitusvæðinu í Borgarfirði á þessu ári, byggingu dælistöðvar við Fossártún og endurnýjun gömlu hitaveitulagnanna frá Deildartunguhver. Þessar framkvæmdir eru ekki á fjárhagsáætlun OR, heldur er meiningin að fjármagna þær með sölu eignarhlutar ríkisins í HAB, endar gert ráð fyrir sölunni í fjárlögum þessa árs.

 

Í afgreiðslu bæjarráðs Akraness segir ljóst að ef ekki takist að reisa nýja dælustöð við Fossártún og endurnýjun haldi áfram á aðveituæð eins og fyrirhugað er, sem og nýting á hvernum á Kleppjárnsreykjum, þá skapist neyðarástand eins og gerðist á sl. vetri þegar íbúar og fyrirtæki á svæðinu urðu fyrir verulegum óþægindum vegna vatnsskorts. Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra var falið að koma samþykktinni á framfæri við iðnaðarnefnd Alþingis.

 

Flutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir Jón Bjarnason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Tilgangur frumvarpsins er að stöðva einkavæðingarferli og sölu orkuveitna landsmanna og er þar m.a. vitnað í sinnaskipti Morgunblaðsins sem fram komu í leiðaraskrifum blaðsins fyrir skömmu.

 

Í greinargerð með frumvarpinu er m.a. vitnað í ályktanir félaga Vinstri grænna á Akranesi og í Borgarbyggð gegn einkavæðingu og sölu opinberra orkuveitna og krafist þess að heimild til sölu á hlut ríkisins í HAB verði tafarlaust afturkölluð.

 

Í greinargerðinni segir: „Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar á jafnframt jarðhitaréttindi á jörðinni Deildartungu í Reykholtsdal, þar á meðal Deildartunguhver. Svo brýnt almannahagsmunamál þótti á sínum tíma að ríkið ætti vatnsréttindi þar að Alþingi veitti ríkisstjórninni með sérstökum lögum frá 1978 heimild til að taka eignarnámi landspildu úr landi Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum, þ.m.t. Deildartunguhver. Ríkissjóður lagði síðan þessi jarðhitaréttindi inn í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Söluheimild ríkissjóðs á HAB nær því bæði til hlutar hitaveitunnar sjálfrar ásamt jarðhitaréttindunum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is