Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 10:29

Foreldrar sýndu furðufiska

Krakkarnir virða fyrir sér kolkrabbann.
Börn á leikskólanum Vallarseli á Akranesi ráku upp stór augu síðastliðinn föstudag þegar við þeim blöstu fjöldamargir furðufiskar á langborði. Um var að ræða sýningu á ýmsum vel völdum íbúum úr lífríki sjávar sem foreldrar eins barns á leikskólanum höfðu sett upp í porti utandyra. Á sýningunni mátti meðal annars finna krossfisk, trjónufisk, langalúru, sletthala, stinglax, tindaskötu, sólkola og skötusel. Einna mesta athygli vakti þó stærðarinnar kolkrabbi. Allir voru fiskarnir merktir með nafni. “Pabbinn er sjómaður og hafði safnað saman þeim furðufiskum sem hann fékk í netið,” segir Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels um tilkomu sýningarinnar.

“Hann setti þetta allt upp sjálfur og merkti með dyggri aðstoð mömmunnar. Þetta var alveg frábært framtak sem við þökkum innilega fyrir. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir starfið hér að eiga svona góða foreldra.”

Börnin fengu að fara út í portið í litlum hópum þar sem þau voru leidd í allan sannleika um það sem fyrir augu bar. Sýningin vakti mikla lukku og verður vafalaust lengi í minnum höfð meðal sýningargesta. “Þú getur rétt ímyndað þér. Ég held að allir foreldrarnir hafi verið dregnir út á sýninguna af börnum sínum þegar þeir komu að sækja þennan daginn,” segir Björg og hlær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is