Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 12:22

Fyrsta framdrifsdráttarvélin í landsreisu

Bræðurnir Guðmundur og Þorsteinn Kjartanssynir frá Svelgsá í Helgafellssveit gerðu stans á Hvanneyri í gær á reisu sinni með nýuppgerða Deutz-dráttarvél, D 4006A. Nú eru það engin tíðindi að menn geri upp gamlar dráttarvélar. Deutzinn þessi er hins vegar merkur fyrir þær sakir að þarna fer fyrsta framdrifs-dráttarvélin sem til landsins kom, að því er kunnugir herma. Deutzinn góði kom til landsins vegna Landbúnaðarsýningarinnar í Reykjavík árið 1968. Dráttarvélin vakti mikla athygli bænda en kostaði eins og tvær dráttarvélar þá. Seldist því ekki fyrr en árið eftir en þá hafði tekist að fá ögn lækkaða tolla af henni.

Þá var það sem Bergsteinn Þorsteinsson, frændi bræðranna, og bóndi á Svelgsá, keypti gripinn. Var vélin notuð til jarðvinnslu á mörgum bæjum í Helgafellssveit og þótti afbragðs vinnutæki. Leið enda ekki á löngu þar til framdrif var orðið staðalbúnaður á flestum stærri dráttarvélum bænda.

 

Þeir bræður Guðmundur og Þorsteinn eignuðst vélina fyrir nokkrum árum og hafa nú gert hana lystilega vel upp.  Að verki loknu ákváðu þeir að aka vélinni sömu leið og hún fór fyrir tæpum 40 árum:  Úr Reykjavík vestur að Svelgsá, um Hvalfjörð og yfir gömlu Hvítárbrú. Eftir heiðurs-áningu á Svelgsá munu þeir halda inn Skógarströnd og um Dali allt til Pálmalundar við Miðfjarðarvatn en þar er sveitasetur þeirra bræðra.  Þar verður Deutzinn geymdur; áþreifanlegt dæmi um merkileg tímamót í væðingarsögu íslenskra sveita.

 

Guðmundur Kjartansson til vinstri og Þorsteinn Kjartansson til hægri á mynd.

Texti og mynd: Bjarni Guðmundsson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is