Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 02:23

Ljósmyndasýning um hernámið á Vesturlandi

Í dag, föstudaginn 9. maí, verður opnuð í Kirkjuhvoli á Akranesi sýning á ljósmyndum teknum á Vesturlandi á hernámsárunum 1940 til 1943. Sýningin er á vegum Ljósmyndasafns Akraness. Samstarfsaðilar eru Safnahús Borgarfjarðar, Hvalfjarðarsveitar og Byggðasafnið að Görðum á Akranesi.  Á stríðsárunum var Vesturland einn helsti vettvangur hernaðarumsvifa bandamanna á Íslandi. Hvalfjörður var skipalægi fyrir mikinn herskipaflota sem sinnti gæslu og hernaði á Norður Atlantshafi. Fjörðurinn var einnig miðstöð fyrir skipalestir sem sigldu með vopn og vistir til Norðvestur Rússlands til hjálpar Sovétríkjunum á ögurstundu í baráttu við þýska innrásarheri. Bandaríkin drógust inn í stríðið, meðal annars vegna afskifta af siglingum þessara skipalesta sem síðar hafa verið nefndar Íshafsskipalestirnar.

Augu stórveldanna beindust að Hvalfirði þar sem bæði Churchill, Roosevelt og Stalín tóku beinan þátt í ákvörðunum sem höfðu afgerandi áhrif á gang styrjaldarinnar, og þar með þróun mannkynssögunnar.

Hernámið hafði einnig mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag. Á sýningunni verða sýndar mikill fjöldi stórmerkra ljósmynda frá hernáminu á Vesturlandi. Hafa fjölmargar þeirra aldrei komið fyrir almenningssjónir áður, en komið í leitirnar við undirbúning þessarar sýningar.

Friðþjófur Helgason ljósmyndari hefur unnið myndirnar fyrir uppsetningu. Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningarmála- og safnanefndar Akraness vann rannsóknavinnu og skrifaði texta.

 

Sýningin verður opnuð formlega í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi klukkan 16:00. Þar verður hún opin almenningi til 15. júní. Síðan verður hún sett upp í Hvalfirði í sumar. Að lokum verður sýningin sett á laggir í Borgarnesi með haustinu.

 

Nánar verður fjallað um sýningu í Skessuhorni næstu viku undir liðnum “Menningarstyrkt verkefni á Vesturlandi”.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is