Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2008 03:02

Samkomulag í deilu kennara og Akraneskaupstaðar

Grunnskólakennarar og bæjaryfirvöld á Akranesi hafa náð samkomulagi um launauppbót. Uppbótin er hins vegar ótengd samningi kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaganna. Kennarar við grunnskólana tvo á Akranesi hafa síðustu vikur neitað að taka að sér yfirvinnu og aukavinnu til að leggja áherslu á kröfur sínar um kjarabætur.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hafði fyrir nokkru fallist á 60.000 króna eingreiðslu til kennara sem eru í fullu starfi. Það var hinsvegar háð því að kennarar á Akranesi samþykktu nýjan kjarasamning launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Það voru kennarar ekki tilbúnir að sætta sig við þar sem þetta væru tvö óskyld mál og óeðlilegt að þvinga þá til að samþykkja samninginn með þessum hætti.

Á tímabili var því útlit fyrir frekari aðgerðir af hálfu þeirra. Í gær ákváðu bæjaryfirvöld hinsvegar að tilboð um 60.000 króna eingreiðslu stæði án skilyrða. Kennarar samþykktu síðan á fjölmennum fundi í Grundaskóla í gærkvöldi að taka því þó að skiptar skoðanir væru á fundinum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is