Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2008 04:49

Skagamenn gerðu jafntefli við Breiðablik

Skagamenn mættu Breiðabliki í fyrsta leik sínum í Landsbankadeildinni í sumar sem fór fram á Akranesvelli í dag. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1. Stefán Þórðarson skoraði mark Skagamanna. Blikar voru sterkari aðilinn lengi framan af og þótt Skagamenn hafi náð að sýna lit eftir því sem leið á leikinn mega þeir prísa sig sæla með jafnteflið.

Það voru Blikar sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á fimmtándu mínútu. Espen Madsen, nýr markvörður Skagamanna, varði skot frá Jóhanni Berg Guðmundssyni en Prince Rajcomar náði boltanum og þrumaði honum í netið.

 

Staðan var enn 0-1 í hálfleik. Skagaliðið mætti töluvert sprækara til leiks. Mikill hiti virtist vera í mönnum og Jón Vilhelm Ákason fékk rautt spjald á sextugustu mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld.  Það var svo á 75. mínútu sem Skagaliðið náði að jafna með marki Stefáns Þórðarsonar. Lítið dró til tíðinda eftir það og lokatölur urðu 1-1.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is